Pípari var að koma og laga frárennslið hjá okkur, aftur

"Já, pípan var stífluð "
"Er eitthvað sem við gætum gert öðruvísi til að þetta hætti að gerast? 🤔"
"Nei 😊"

... býst við að við þurfum bara að tala við hann um áskriftarleiðir

Týndi högnanum áðan. Fann hann með því að taka fram harðfiskinn. Mun aldrei komast að því hvar hann var að fela sig, núna er ég búinn að kenna honum að hann fái harðfisk ef hann fer þangað

*Mæðuleg geimvera heldur á geislabyssu og mið-amerískri heimsendasteintöflu*

"Af hverju eruð þið að væla? Lásuð þið ekki fokking tilkynninguna?"

Ókei, hvaða gamechanger er það að geta fært flýtilyklastillingar á milli véla í KDE. Hef leitað að þessum fídus í hvert skipti sem ég set upp vél, hefur greinilega verið til í einhvern tíma en aldrei rekist á það fyrr en núna

Docker Desktop kom út fyrir Linux fyrir nokkru, ákvað að prófa það á nýrri tölvu + Kubuntu uppsetningu svona fyrst fólk var að tala um hvað þetta væri nú flott skref fyrir Linux.

Tókst mér að klára installið á því? Nei. Tókst mér að uninstalla því eftir það? Líka nei, brotnir Docker symlinkar alls staðar.

Gamla góða koppípastað inn í skelina virkar fínt samt:
digitalocean.com/community/tut

"Þetta fólk er hér í ólögmætri dvöl, það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því," segir helvítis fanturinn sem hefur manna mest áhrif á hvað telst lögmætt á Íslandi

ruv.is/frett/2022/05/20/visa-a

Slettir einhvern veginn aðeins upp á fögnuðinn við útgáfu 100 af Firefox að um leið og hún mætti krafðist hún endurræsingar á vafranum þegar ég opnaði nýjan tabb

Held að stærstu efasemdirnar sem ég hef um sporvagna og lestir á Íslandi séu geta Íslendinga til að reka þetta. Þyrfti væntanlega að flytja inn svo _marga_ sérfræðinga frá Evrópu til að koma þessu á koppinn

Finnst samt að það ætti að kýla á þetta, en vá hvað ég held að kostnaðurinn sé minnsta vesenið

Covid lofaði mér þurrum hósta.
Þurrum! Þessi hósti er fullur af slími, ég vil fá endurgreitt

Finnst töluvert meira sjokkerandi hvernig hamborgarakallinn talar um konuna heldur en að hann hafi keypt af henni kynlíf. Eins og hann hafi keypt hana í kílóatali 😬

Í sumum löndum heldur fólk þjóðhátíðardag hátíðlegan til að fagna frelsisbaráttu. Ekki hér í gamla nýlenduveldinu Hollandi samt, hér verður fólk hauslaust á afmælisdegi konungsins í staðinn

Vottur: *Bank bank*
Vottur: "Góðan dag, má bjóða þér að ræða J-"
Ég: "GraphQL."
Vottur: "Ha?"
Ég: "Ég sagði að við værum að fara að tala um GraphQL."
Vottur: "Nei hérn-"
Ég: "GraphQL!" *Tog'ann inn og læsi*

Er að dunda mér við að hitakort til að komast að því í hvaða bæjarhluta fólk ætti að fara út að borðai.

Langar líka til að setja þyngd á hvern veitingastað eftir einkunnagjöf, sjáum hvort miðbærinn sé jafn heitur eftir það

Google Maps APIinn er svo furðulegur. Hendir inn hnitum og leitarradíus. Færð... bara einhverjar staðsetningar til baka. Kannski innan radíussins. Kannski nálægt hnitunum. Kannski ekki!

Gagnarúlletta, nema þú tapar peningum jafnt og þétt, ekki allt í einu

Gaman þegar maður rekst á forritunar"lögmál" sem er fullkomlega relevant í vinnunni en ég hafði aldrei heyrt af áður:

"With a sufficient number of users of an API, it does not matter what you promise in the contract: all observable behaviors of your system will be depended on by somebody."

hyrumslaw.com/

25. apríl 2022, dagurinn sem ég fékk Mastodon aðgang og Covid. Vona að þetta fyrra verði allavega ekki skaðlegra heilastarfseminni en hið seinna

Skemmtilegt að þetta viðmót sé allt á Íslensku

Væri samt ekki kjörið að þýða "Toot" á annan hátt en "Tweet", samt? Ættum að kalla þetta Tútt. Eða enn betra, Túttur.

Loðfíll.is

loðfíll.is, íslenski mastodon vefþjónninn. Öll velkomin!