Follow

Góðann daginn. Esi (Jóhannes) heiti ég og er leikjasmiður, listamaður, hljóðhönnuður, og allt þar á milli. Ég bý til leiki og hjálpa öðrum fyrirtækjum að búa til leiki með Godot leikjavélinni ásamt félögum mínum hjá fyrirtækinu Prehensile Tales. Búsettur á Kollafossi í Vesturárdal, Húnaþingi vestra og hef þar verið með allskonar tilraunastarfsemi eins og til dæmis Kollafoss Gamedev Residency, Isolation Jam og margt fleira.

· · Web · 1 · 1 · 3

Ég er einnig eiginmaður, faðir fjagra ára orkubolta, kvíðaröskunarsjúklingur, endurhæfingarlífeyrisþegi og margt margt fleira. Ég hef gaman af tilraunakenndri tónlist, klassískum skotleikjum, ljósmyndun, drónaflugi, og svo framvegis.

Aðal aðgangurinn minn hér á fediverse (væri gaman að þýða þetta orð) er á @esi@merveilles.town en langaði svoldið að prófa að vera hér á hinu Íslenska fediverse og pósta á Íslensku upp á gamanið.

@esi @esi@merveilles.town gaman að hafa þig! Ertu með uppástungur að þýðingu? Federation er oft þýtt "sambandsríki" og multiverse (fjölheimurinn) er komið frá universe (ein/alheimurinn), þannig kannski eitthvað eins og samheimurinn?

@esi @esi@merveilles.town eða bara í samheimum, svipað og álfheimar. Mjög íslenskt eitthvað, fíla það í botn!

@hjalti @esi @esi@merveilles.town já þá vantar samt verse partinn sem er eiginlega krúsjal

@matti @esi @esi@merveilles.town mja já, ef það verður að vera hörð, bein þýðing. En þá er samheimar fullkomið

@hjalti @matti @esi@merveilles.town

Samheimar er mjög góð þýðing, og lýsir fyrirbærinu fullkomlega. Væri þó nice að reyna að stuðla við Fediverse. Fjölheimur? Einhver önnur F/V orð sem gætu virkað? Fjölveröld? Fjölvíddir?

@matti @hjalti @esi@merveilles.town En annars, á þeim nótum. Svo maður haldi sig við aðrar þýðingar í sama dúr, er til einhver góð nothæf þýðing á metaverse til dæmis? Hægt að byggja fediverse þýðinguna á því mögulega.

@esi@loðfíll.is @matti @hjalti @esi@merveilles.town allavega — það er nokkuð mikilvægt að vera ekki með of mikil skrautyrði í þýðingum á hugbúnaði.

Sign in to participate in the conversation
Loðfíll.is

loðfíll.is, íslenski mastodon vefþjónninn. Öll velkomin!